16.04.1923
Efri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (1090)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Eins og háttv. deild mun kunnugt, þá hefir brtt. þessi komið fram fyrst nú í dag, og hefi jeg því eigi getað borið mig saman við samnefndarmenn mína. En jeg álít, að oft standi svo á, að ef brtt. yrði samþykt, þá þyrfti að flytja einhvern úr kjörstjórninni, til að aðstoða hinn sjúka, og getur það valdið miklum óþægindum, enda eigi víst, að hentugra væri fyrir þann mann að veita aðstoðina en t. d. sýslumann eða hreppstjóra. Annars skal jeg taka það fram, að jeg legg hvorki með nje móti brtt.