14.03.1923
Neðri deild: 20. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Þorleifur Guðmundsson):

Jeg fæ ekki fallist á það, að hjer sje um svo litla lækkun að ræða. Þvert á móti tel jeg hana mög mikla, einkum á hæstu og lægstu gjaldendunum. Sannar þetta ekkert betur en þær 400000 krónur, sem áætlað er, að tekjur ríkissjóðs minki við þá lækkun. Einhversstaðar hlýtur þess að sjá merki hjá gjaldendunum.

Jeg skal svo ekki lengja umr. meira en orðið er, enda má nú vel við una, að atkvæðagreiðsla skeri úr.