24.03.1923
Neðri deild: 28. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg hafði frá upphafi lagt áherslu á fljóta afgreiðslu málsins. Nú er allmikill dráttur á orðinn, og breytingarnar, sem gerðar hafa verið á stjórnarfrv., gera framkvæmdirnar erfiðari að sumu leyti, þar sem ekki er eins auðunnið með þetta frv. og stjórnarfrv. Jeg lít svo á, að verði þetta frv. samþykt, sje þar með viðurkent, að ekki verði hróflað við öðrum tekjulögum, svo sem útflutningsgjaldinu. Jeg tel þó, eftir því sem sakir standa, ekki ástæðu til að leggjast á móti frv., þrátt fyrir vandkvæði á framkvæmdum og tekjurýrnun, sem það hefir í för með sjer. Hin nauðsynlega skattlækkun á lægstu og lægri tekjum, sem frv. fór fram á eins og það kom frá stjórninni. hefir nokkurnveginn haldist gegnum allar umræður, og þetta er aðalatriðið.