02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

124. mál, friðun á laxi

Magnús Jónsson:

Af því að jeg á sæti í þeirri nefnd, sem mælir með undanþágu þessari, mætti segja, að það sæti síst á mjer að samþykkja það, sem gæti talist helgidagsbrot. En jeg tel ekki, að hjer sje um helgidagsbrot að ræða. Jeg hefi altaf skilið svo, að helgidagsbrot ætti við þá vinnu, er menn trufla hvíldardagshelgina og vekja hneyksli meðal þeirra, er hvíla sig eða sækja kirkju, en ekki þó að net liggi í sjó eða ám á þeim tíma. Annars minnir mig, að lögin ákveði ekki friðunartíma um helgar, heldur 36 tíma einhverntíma í vikunni.