09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

124. mál, friðun á laxi

Frsm. (Guðmundur Guðfinnsson):

Nefndin leggur til, að frv. þetta verði samþykt óbreytt. Það er aðeins smábreyting á lögunum frá 1886 og fer fram á, að í Ölfusá þurfi ekki að taka laxanet upp þær 36 stundir í viku, sem nú eru ákveðnar. Upprunalega var frv. þetta víðtækara. Átti það að gilda bæði um Ölfusá og allar þverár hennar, en hv. allshn. Nd. hefir fært frv. í það form, sem það nú er í. Nefndin vill engan veginn, að þetta verði fordæmi, en ástæðurnar fyrir því, að sanngjarnt er að undanskilja Ölfusá gömlu ákvæðunum, eru þær, að ekki er hægt að þvergirða hana, bæði vegna þess, hve breið hún er og eins vegna hins, að strengur er í henni miðri.