19.03.1923
Efri deild: 20. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í C-deild Alþingistíðinda. (1889)

63. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Jónas Jónsson:

Jeg tók það fram þegar við 1. umr. þessa máls, að mjer væri kunnugt um 1. nr. 24 frá 1912. Jeg geri ráð fyrir því, að sýslufjelögin geti gert samþyktir um þetta mál, en ábúendur veiðijarða þeirra, sem hjer er um að ræða, hafa beðið mig um að fá þessu breytt og endurtekið þá ósk sína með símskeyti því, sem hæstv. forseti las hjer upp í deildinni áðan. Jeg ætla mjer eigi að gera mál þetta að neinu ágreiningsatriði; jeg álít niðurstöðuna bitamun, en eigi fjár. En óneitanlega virðist mjer líta út fyrir, að lögin frá 1912 sjeu nokkuð þunglamaleg, þar sem þau eru hvergi notuð á landinu. Álít jeg þegar af þeim ástæðum, að betra væri að samþ. frv.

Jeg geri ráð fyrir því, að þó að frv. þetta verði felt, eins og hv. landbúnaðarnefnd leggur til, þá muni þó það hafa unnist með því, að máli þessu verði veitt meiri eftirtekt en áður, og tel jeg eigi ólíklegt, að um ófriðun sels í laxám verði sett allsherjarlög áður en langt um líður.