24.03.1923
Neðri deild: 28. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í C-deild Alþingistíðinda. (1901)

89. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Jakob Möller:

Enda þótt háttv. samþm. minn (JB) hafi eigi beðið mig um stuðning í þessu máli, þykir mjer þó rjett að verða til þess ótilkvaddur. Samt veit jeg eigi nema rjettast væri, vegna sparnaðarhreyfinga þeirrar, sem nú eru uppi, að athuga, hvort ekki mundi rjettara að fækka þingmönnum fremur en fjölga, og þá breyta öllum kosningaaðferðum á alt annan veg en nú tíðkast. Jeg tel það sanngjarnt og jafnvel sjálfsagt, að Reykjavík fái jafnmarga þingmenn og önnur kjördæmi á landinu, á móts við höfðatölu, og mætti vel breyta kosningalögunum þannig, að þetta mætti ske, engu síður með því að fækka þingmönnum en fjölga þeim. Finst mjer eðlilegast, að þessu frv. verði vísað til sömu nefndar og hefir stjórnarskrárbreytinguna til meðferðar. (MG: Hún er búin að skila af sjer störfum). Hún getur væntanlega þó tekið nýtt mál til meðferðar.