04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í C-deild Alþingistíðinda. (2138)

58. mál, kosningar til Alþingis

Gunnar Sigurðsson:

Brtt. sú, er minni hl. nefndarinnar kemur með, er aðallega gerð vegna sveitanna. En nú hafa komið fram upplýsingar í ræðum hv. frsm. minni hl. (MJ) og 2. þm. Reykv. (JB), um kosningar hjer í Reykjavík. Jeg vildi því leggja til, að þetta alt yrði athugað til 3. umr. Jeg vildi benda á, að jeg teldi mjög heppilegt, að brtt. minni hl. I. a, yrði samþykt af deildinni. Jeg held, að það væri mikil rjettarbót fyrir kjósendur, sem svo stendur á fyrir, sem þar segir, og jeg skora því á þingdeildina, að samþykkja hana.