11.05.1923
Efri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 533 í C-deild Alþingistíðinda. (2284)

116. mál, friðun á laxi

Jónas Jónsson:

Jeg get lýst yfir því, að jeg álít að það sje fremur til bóta, að málið gangi þessa leið. Jeg er þó ekki viss um, að niðurstaðan verði betri, þó það gangi til hjeraðanna. En stór breyting á víðtækri atvinnu, þótt studd verði af landssjóði, nær ekki tilgangi sínum nema breytingin nái samúð út um sveitir landsins. Er því gott, að málið sje rætt og skilningur á því aukist. Þeir, sem laxveiði stunda, hafa ekki gert svo mikið sem vert væri til að bæta atvinnu sína með klaki, og þyrfti að aukast áhugi fyrir því.