22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 821 í C-deild Alþingistíðinda. (2562)

22. mál, verðtollur

Gunnar Sigurðsson:

Jeg skal ekki lengja umræðurnar, en vil aðeins taka það fram í sambandi við þetta mál, að Framsóknarflokkurinn hefir í hyggju að bera fram brtt. við frv. það, er hjer liggur fyrir, um verndartolla á ýmsum vörum, sem hægt er að framleiða í landinu sjálfu, en nú er varið miklu fje til að kaupa utanlands, svo sem er niðursoðið kjöt og fiskur, mjólk o. fl. En af því jeg hefi heyrt, að einhverjir aðrir háttv. deildarmenn sjeu að athuga svipaðar tillögur, vildi jeg skjóta því fram, hvort ekki væri heppilegast að hafa samvinnu um þessi efni, að minsta kosti að þeir kæmu með tillögur sínar sem brtt. við frv. það, er hjer liggur fyrir.