03.05.1923
Neðri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í D-deild Alþingistíðinda. (3207)

152. mál, sjúkravistarstyrkur handa geðveikum þurfamönnum

Flm. (Eiríkur Einarsson):

Hv. þm. Borgf. (PO) æskti þess, að jeg gerði grein fyrir því, hvaða kostnað þetta gæti haft í för með sjer fyrir ríkissjóðinn. En tillagan svarar því sjálf að mestu leyti. Á Kleppi er meðlag með ómögum 2 kr. á dag, og það, sem ríkið þyrfti þá að greiða með hverjum þurfamanni á Litla-Kleppi, er þá 8÷2 kr. á dag, eða mismunurinn, sem er 6 kr., þannig, að sveitarfjelagið greiðir 2 kr., en ríkið 6 kr., miðað við 8 kr. hámarksgjaldið. Litli-Kleppur tekur um 8 menn og býst jeg við því, að hann, því miður, verði jafnan fullskipaður. Eftir þessu verður kostnaðurinn af þessu fyrir ríkið 6x8 kr. á dag, en hvað það verður lengi, fer auðvitað eftir því, hve lengi dregst að stækka geðveikrahælið á Kleppi, og er vonandi, að það verði gert strax í sumar.