08.05.1923
Sameinað þing: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í D-deild Alþingistíðinda. (3305)

133. mál, strandvarðar og björgunarskip

Forseti (MK):

Áður en gengið er til atkvæða, vil jeg í fáum orðum gera grein fyrir þeim úrskurði mínum, að dagskrá hv. 1. þm. Árn. (EE) skuli ekki borin undir atkvæði. Það er vegna þess, að jeg álít, að ekki sje viðeigandi eða formlegt að skjóta slíku vantrausti til stjórnarinnar, sem felst í dagskránni, að óvörum inn, þegar verið er að ræða nauðsynjamál þjóðarinnar á þingi. Það gæti orðið til þess að trufla málin og haft áhrif á úrslitin. þeir, sem vilja lýsa vantrausti á stjórninni, verða að gera það á formlegan hátt, svo að það mál geti verið rætt frá öllum hliðum. þetta eru ástæður mínar, og vona jeg, að þær fullnægi hv. þm.