25.04.1923
Efri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í D-deild Alþingistíðinda. (3319)

146. mál, prestsþjónusta í Mosfellsprestakalli

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi heyrt, að uppfrá ríkir megn óánægja yfir því, að prestakalli þessu hefir eigi verið haldið sjerstöku áfram, og jeg er hræddur um, að fólk þar geri sjer ekki að góðu þá prestsþjónustu, sem þáltill. ætlar þeim.

Jeg held, að hyggilegast væri að nota venjulega aðferð og setja í embættið.