18.04.1923
Neðri deild: 45. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1002 í B-deild Alþingistíðinda. (787)

1. mál, fjárlög 1924

Magnús Jónsson:

Jeg tel rjett, að óvilhalt vitni úr nefndinni lýsi því yfir, út af deilu þeirra hv. þm., sem síðast töluðu, að það er rjett, að enginn ágreiningur varð um þetta í nefndinni. Hitt er alt annað mál. hverju menn kunna að hafa varpað fram einhvern tíma í fundarumræðum, og kemur ekki þessu máli við. Fundargerðin var lesin upp á sínum tíma, á venjulegan hátt, og var ekkert haft við hana að athuga, hvorki af hv. þm. Barð. (HK) nje öðrum.