30.04.1923
Efri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

1. mál, fjárlög 1924

Guðmundur Ólafsson:

Mjer skildist það á háttv. frsm. (EA), að hann tæki aftur till. við 16. lið 15. gr., en jeg leyfi mjer að taka hana upp. Það er spámaður að henni og það gerir ekkert til, þó að þetta verk dragist eitthvað. Jafnvel betra, að nýjustu lögin sjeu ekki tekin upp í þetta verk þegar, því að þau verða fyrir mestum breytingum. Jeg vil ekki kosta fleiri orðum upp á þetta. Það hefir lítið að þýða, því að sparnaður virðist ekki eiga upp á háborðið hjer í þessari háttv. deild.