26.03.1924
Neðri deild: 33. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1646 í B-deild Alþingistíðinda. (1039)

60. mál, ríkisskuldabréf

Björn Líndal:

Jeg gat þess við 2. umr., að koma mundi fram brtt. við þetta frv., og jeg gat þess þá, hver ástæðan væri. En hún er sú, að miðla málum milli hv. flm. og fjárhagsnefndar. Hv. fjhn. hefir komið fram með áskorun til stjórnarinnar um að fara varlega í fjáreyðslu utan fjárlaga og taka helst ekki lán til framkvæmda, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Brtt. á þskj. 221 bætir úr þeirri hættu, sem getur stafað af því, að tekið verði til slíkra framkvæmda lán, sem afborga þarf að einhverju leyti á næsta ári, því að ekki verður krafist afborgunar af slíku láni fyr en eftir 6 ár, ef brtt. verður samþykt.