11.04.1924
Neðri deild: 48. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2247 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

130. mál, útsvarsálagning erlendra vátryggingafélaga

Frsm. (Magnús Jónsson):

Jeg hefi alls ekkert á móti því, að málið sje rannsakað og leitað sje umsagnar borgarstjóra. En eins og jeg hefi sagt, get jeg ekki komið auga á þá hættu, sem sagt er, að hjer sje um að ræða. Hingað til hafa fleiri fjelög starfað hjer á landi að vátryggingum en þörf hefir krafið, og trúi jeg því vart, að samkepni fjelaganna kæmi ekki í veg fyrir þessa hækkun, sem hæstv. fjrh. óttast svo mjög. Og hver má segja hvað sem hann vill um þetta mál, en jeg held því óhikað fram, að enginn sanngirnisvottur sje í því, að íslenskt vátryggingarfjelag þurfi að gjalda útsvar, en erlend og stórrík fjelög þurfi ekki að borga grænan eyri.

Vænti jeg annars þess, að hv. deild leyfi frv. að fara til 2. umr., og skal jeg fyrir þá umræðu hafa athugað það, sem hæstv. fjrh. þykir varhugavert.