31.03.1924
Neðri deild: 37. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 456 í C-deild Alþingistíðinda. (2080)

91. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Jakob Möller:

Þar sem umr. bæði nú og áður hafa farið fram, án þess, að hv. kenslumálaráðherra hafi átt kost á að láta skoðun sína í ljós hjer í deildinni, finst mjer ekki vel sæma að afgreiða málið við svo búið úr deildinni. Vildi jeg því spyrja hv. forseta, hvort ekki væri rjett að taka málið út af dagskrá að þessu sinni. Það hefir verið sagt, að þetta væri fjárhagsmál. En því hefir líka verið haldið fram, og jeg býst við, að helmingur deildarinnanr sje sammála um það, að það sje víðtækara og geti haft skaðleg áhrif á unglingafræðslu í landinu. Finst mjer því, að rjett sje að bíða umsagnar hv. kenslumálaráðherra í þessu máli.