11.04.1924
Efri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í C-deild Alþingistíðinda. (2220)

89. mál, sveitarstjórnarlög

Forsrh. (Jón Magnússon):

Jeg get ekki sagt með fullri vissu, hvort stjórnin muni treysta sjer til að leggja fyrir næsta þing gagngerðar breytingar á sveitarstjórnarlögunum. Málið heyrir fyrst og fremst undir hæstv. atvrh. (M G). En um leið og jeg get lýst því yfir, að málið mun tekið til athugunar, eftir því sem föng verða á, þá vil jeg taka það fram, að ef gera á gagngerðar breytingar á þessum lögum — og þá líklega um leið á kaupstaðalögunum — þá er það feikilega mikið verk, því að jeg efast ekki um. að mörgu þarf þar að breyta.