01.03.1924
Neðri deild: 12. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í C-deild Alþingistíðinda. (2575)

42. mál, einkasala á áfengi

Jakob Möller:

Háttv. aðalflm. hefir gert það að tillögu sinni, að frv. verði vísað til fjhn. Jeg get fallist á, að það sje rjett, og tel heppilegt, að það fari þegar til þeirrar nefndar. Gefur það tilefni til þess, að nefndin athugi, hvaða afstöðu beri að taka til ríkisverslunar yfirleitt. Jeg segi því ekkert um afstöðu mína til frv., þó jeg greiði atkv. með því til 2. umr.

Af ræðu 1. þm. Skagf. (MG) þykist jeg sjá, að það sje ekki vilji meirihl. að draga úr ríkisverslun, og er þá vitanlega álitamál, hvort ekki sje rjett að sameina.

Með þessu vildi jeg aðeins gera grein fyrir atkv. mínu.