22.02.1924
Efri deild: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í C-deild Alþingistíðinda. (2712)

22. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Magnússon:

Jeg skal taka það fram, að auðvitað geri jeg ekki allar þær breytingar, sem felast í mínu frv., að svo miklu kappsmáli, að jeg vilji þar fyrir fórna aðalbreytingunni: fækkun þinga og ráðherra. En mjer þykir rjett að geta þess nú þegar, að jeg tel mjög mikils um vert, að landritaraembættið gamla verði stofnað á ný.