07.04.1924
Efri deild: 42. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í C-deild Alþingistíðinda. (2815)

122. mál, verðtollur á nokkrum fyrirliggjandi vörubirgðum

Flm. (Jónas Jónsson):

Þar sem hæstv. fjrh. (JÞ) getur ekki að svo stöddu gefið neina von um, að gerðar verði ráðstafanir til að halda niðri verðinu á fyrirliggjandi vörubirgðum, finst mjer engin ástæða til að draga frv. til baka á þessu stigi málsins. En hafi stjórnin heimild til að gera ráðstafanir í þessu efni, og gera eitthvað í þá átt, er altaf hægt fyrir hana að komast að samkomulagi við mig, um að taka frv. þetta aftur.