17.03.1924
Neðri deild: 25. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (2863)

78. mál, kennsla heyrnar og málleysingja

Magnús Jónsson:

Það er auðvitað aukaatriði, hvort þetta er fyrsta till. fjvn. eða ekki. Og þyki mönnum það

(vantar neðstu setn. á bls. 12)

skilja, að eitthvað voðalegt ætti yfir mig að dynja úr þeirri átt. Og verð jeg auðvitað að taka því með undirgefni.

Lengi má auðvitað deila um það, hvar skólinn sje heppilegast settur. Upplýsinga um það efni liggur næst að leita hjá forstöðumanni og kennurum skólans. Þeir hljóta hvort sem er að vera bærastir að dæma um það.

Hvað því viðvíkur, að heppilegt sje, að nemendur læri sveitavinnu, þá er það að sumu leyti rangt, því að það hefir óhjákvæmilega í för með sjer, að þeir dreifist og geti þar af leiðandi ekki notið þeirrar ánægju, sem þeir hafa af því að umgangast hverjir aðra. En ef sýnt yrði þó fram á, að þessi breyting yrði þeim til góðs, myndi ekki á mjer standa að aðhyllast það. En sje frv. borið fram af sparnaðarástæðum einum, þá má fjárhagur okkar enn mikið versna og meira við þetta sparast, til þess að jeg geti greitt því atkvæði mitt.