12.03.1924
Neðri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í D-deild Alþingistíðinda. (3309)

53. mál, prófessorsembættið í íslenskri bókmenntasögu

Magnús Jónsson:

Jeg ætla ekki að gera þessa atkvgr. að ágreiningsatriði, enda þótt jeg álíti skakt að binda atkv. sitt þegar að óþörfu fyrirfram í slíku máli. Jeg get vel hugsað mjer, að margir hv. þm. hafi talsvert ákveðnar skoðanir um þetta mál, bæði með og móti, og þó sumir sjeu því máske mótfallnir eða lítt ákveðnir um það, hafa þeir ekki á móti því, að málið fari til fjvn., til þess að hún láti uppi álit sitt um það. Jeg vil fyrir mitt leyti helst fresta þessari umr., því jeg á dálítið erfitt með að greiða atkv. um það, að svo komnu, enda þótt jeg vel geti greitt atkv. með því til fjvn., en læt þá atkv. mitt óbundið við síðari umr. En að öðru leyti held jeg fast við þessa till. mína, um að fresta þessari umr. og vísa málinu til fjvn.