22.02.1924
Efri deild: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í D-deild Alþingistíðinda. (3431)

23. mál, skipun viðskiptamálanefndar

Flm. (Einar Árnason):

Mjer skilst að menn sjeu í raun og veru sammála um aðalatriðið í þessum efnum: að taka til meðferðar viðskiftamál þjóðarinnar. Ágreiningur sje aðeins um, hvaða nefnd eigi að fá þau til meðferðar. Má vera, að það skifti ekki ýkjamiklu máli, en þingin 1921 og 1922 litu þó svo á, að viðskiftamálin væru svo mikils virði að skipa þyrfti sjerstaka nefnd til að athuga þau. Og jeg verð að halda því fram, að þess sje ekki síður þörf nú. Mjer finst dagskrártill. sú, sem hjer liggur fyrir, fara í þá átt, að tekið verði helst til miklum vetlingatökum á viðskiftamálunum, og mun jeg því greiða atkv. á móti henni. En verði hún samþ., þá mun jeg þó sætta mig við þá úrlausn málsins, að svo komnu.