19.03.1924
Efri deild: 23. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1206 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

38. mál, gengisviðauki á ýmsa tolla og gjöld

Forsætisráðherra (SE):

Jeg get haft svipaðan formála fyrir þessu frv. sem því síðasta. Þetta frv. er fram komið til þess að ráða bót á því mikla gengistapi, sem ríkissjóður hefir orðið fyrir við lækkun íslensku krónunnar. Það er áætlað, að tekjur þær, sem fást á þennan hátt, nemi ekki minnu en ½ miljón króna, en þó líklega ekki undir 700 þús. kr.

Jeg óska þess fyrir hönd stjórnarinnar, að frv. gangi til fjárhagsnefndar og að afgreiðslu þess í nefndinni verði hraðað sem unt er, svo að það sem fyrst verði afgr. sem lög frá Alþingi.