31.03.1924
Neðri deild: 37. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (527)

12. mál, mælitæki og vogaráhöld

Frsm. (Jón Kjartansson):

Jeg get ekki fallist á mál hv. 2. þm. Reykv. (JBald), að hægra sje að fela eftirlitið einni stofnun hjer í Reykjavík heldur en mönnum, sem eru dreifðir út um land. Það er vitanlegt, að löggildingarstofan sendir mann 2. eða 3. hvert ár út um land. En það er síst betra en að hafa marga menn úti um land, sem stöðugt geta haft þetta eftirlit. Af þessari ástæðu sje jeg ekkert því til fyrirstöðu, að frv. nái fram að ganga. Nú er líka svo komið, að vogaráhöld eru yfirleitt í góðu standi og almenningur stendur vel að vígi til að hafa eftirlit með því, hvort vogaráhöld kaupmanna og kaupfjelaga sjeu í lagi, og menn komast ekki upp með það að hafa gölluð áhöld. Hjer er því engin ástæða — heldur þvert á móti — gegn því að fela lögreglustjórum eftirlitið. Í gömlum lögum var þannig ákveðið, svo hjer er þá aðeins horfið að gömlu fyrirkomulagi.