11.04.1924
Neðri deild: 48. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1310 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

37. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Klemens Jónsson):

Jeg bar þetta frv. fram af stjórnarinnar hálfu á öndverðu þessu þingi og gerði þá grein fyrir þeim breytingum, sem frv. fer fram á, að gerðar verði á gildandi lögum. Jeg sje því ekki ástæðu til þess að endurtaka þau ummæli mín nú, en get vísað til þeirra og svo hins, að öll fjhn. hefir samhuga fallist á ástæðurnar fyrir þessu frv., og leggur hún því til, að það verði samþykt óbreytt. Mjer þykir því óþarft að fara frekar út í þetta mál, en vil þó aðeins benda á, að þó að þetta frv. verði nú samþykt, má alveg eins samþykkja líka frv. það, sem nú er á dagskrá í dag og kemur til umræðu nokkru síðar en þetta, um útsvarsálagningu erlendra vátryggingarfjelaga, því að þetta frv. hefir engin áhrif á það frv., sem getur alveg eins gengið fram, þó að þetta verði samþykt.