17.03.1924
Efri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1433 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

52. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Frsm. (Eggert Pálsson):

Það er ekki ástæða til að fjölyrða um frv. þetta. Það er upprunalega samið af bæjarstjórn Reykjavíkur, og var áður búið að gera samning við dönsk brunabótafjelög. Var því nauðsynlegt að koma fram með frv. hjer. Frv. var flutt af öllum þm. bæjarins í hv. Nd. og fór þar í allshn. Sú nefnd hefir ekki gert neinar breytingar á því. Hjer fór frv. einnig til allshn. deildarinnar, og fanst henni ekki ástæða til að gera nokkra breytingu á því. Nefndin leggur því til, að frv. verði samþykt óbreytt, enda má gera ráð fyrir, að bæjarstjórnin sjálf viti best, hvað bænum sje hentast í þessu efni.