28.03.1924
Neðri deild: 35. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1479 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

100. mál, verðtollur

Forseti (BSv):

Jeg veit ekki, hve brýn ástæða er til að flýta þessu máli. (JakM: Jeg mótmæli því fyrir hönd meiri hl. fjhn., að málinu sje frestað. Jeg krefst þess, að málið sje borið undir deildina). Það er að minsta kosti óhætt fyrir hv. þm. að lofa forseta að ljúka máli sínu, áður en hann rýkur af stað með mjög mikilli grimd. Það má búast við ærið löngum umr. Jeg mun ekki beita hv. deild neinu ofríki nú, frekar en endranær, og mun láta hana skera úr, hvort málinu skuli frestað eða ekki.