07.04.1925
Efri deild: 49. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (1129)

8. mál, verslunaratvinna

Sigurður Eggerz:

Jeg vildi aðeins skjóta því til hæstv. atvrh. (MG), hvort orðin í 5. gr.: „Ráðherra er þó heimilt að veita undanþágu frá skilyrðinu um hlutafjeð, ef sjerstaklega stendur á“, sjeu hliðstæð ákvæðum í erlendri löggjöf um þessi efni. Mjer hefir ekki unnist tími til að rannsaka þetta atriði eins og jeg hefði kosið.