16.03.1925
Neðri deild: 34. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2334 í B-deild Alþingistíðinda. (1336)

80. mál, veiði

Frsm. (Hákon Kristófersson):

Fyrir hönd landbn. hefi jeg ekki annað um þetta mál að segja en það, sem stendur í hinu örstutta nál., sem hv. deild mun kunnugt. Nefndin telur rjett, að frv. nái fram að ganga. Það er náskylt því frv. að efni til, þó ekki sje það alveg sama efnis, sem hv. deild samþykti rjett í þessu að vísa til 3. umr. Sá er munurinn, að það frv. var bundið við ákveðið svæði, en þetta frv. getur átt við um land alt, eins og sjálfsagt er. Leggur nefndin því til, að frv. verði samþykt.