17.03.1925
Neðri deild: 35. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2341 í B-deild Alþingistíðinda. (1356)

84. mál, aflaskýrslur

Frsm. (Sigurjón Jónsson):

Jeg vil aðeins minnast á brtt. á þskj. 181, frá sjútvn. Brtt. þessi er engin efnisbreyting, heldur aðeins orðabreyting við 8. gr, frv. og á aðallega við ákvæði 3. gr. Það stóð í 8. gr., eftir orðunum „eftir að veiði er komin í land“, ákvæði um sektir fyrir að gefa rangar skýrslur, og þar átt við ákvæði 3. gr. um það atriði. Þetta þótti nefndinni ógreinilegt orðalag, og vegna þess er brtt. fram komin.

Brtt. á þskj. 186 er frá hæstv. fjrb. Sjútvn. hefir ekki rætt þá till. sjerstaklega, en mjer þykir líklegt, að hún verði talin sjálfsögð, a. m. k. virðist mjer það sjálfsagt, að Fiskifjelagið láti þessar skýrslur og upplýsingar í tje t. d. hagstofunni, eftir því sem hún kann að æskja þess.