19.03.1925
Neðri deild: 37. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2654 í B-deild Alþingistíðinda. (1726)

99. mál, innheimta gjalda af erlendum fiskiskipum

Þórarinn Jónsson:

Það er rjett hjá hv. þm. Str. (TrÞ), að mál þetta var rætt í fjvn., og bygði nefndin till. sínar um að hækka skrifstofufje sýslumanna m. a. á því, að hún hjóst við, að þessu innheimtugjaldi yrði ráðstafað á annan veg en nú er gert, og jafnvel að það hyrfi alt í ríkissjóð.

Þó skal jeg játa, að hæstv. fjrh. (JÞ) hefir lagt til, að lögreglustjórum yrði framvegis greidd einhver þóknun fyrir innheimtu þessa gjalds. En það skýtur nokkuð í tvö horn, að greiða þeim eitthvað og að greiða þeim alt að fjórðungi alls gjaldsins. Og þó að hæstv. stjórn geti takmarkað innheimtulaunin nokkuð eftir staðháttum, þá finst mjer of langt gengið í frv., og mun jeg því koma fram með brtt. við 2. umr. Vel má vera, að innheimtulaununum verði deilt rjettlátlegar milli lögreglustjóranna með þessu móti. en jeg sje þó ekki ástæðu til, að þau geti orðið svo há sem í frv. segir.