14.05.1925
Efri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3332 í B-deild Alþingistíðinda. (2101)

34. mál, mannanöfn

Sigurður Eggerz:

Það er auðvitað, að þótt frv. þetta sje flutt af hv. þm. Dala. (BJ), þá er styrkur þess flokks, er hann heyrir til, svo lítill í þinginu, að auðsætt er, að hvert mál þarf meira fylgi en hans, ef það á fram að ganga. Auk þess ber aðstaða mín gegn málinu þess ljósan vott, að það er ekki flokksmál þess flokks. Eins er það vitanlegt, að Sjálfstæðismenn eru mjög skiftir um þetta mál. Það, sem jeg sagði, var það, að mig furðaði á því, að hv. Íhaldsflokkur skyldi hjá þessu fylgi, þar sem hann, ef hann bæri nafn með rjettu, hlyti að vera eindregið á móti því. Og sjérstaklega var jeg hissa á, að sjálfur formaður hæstv. Íhaldsstjórnar skyldi vera með máli þessu. Jeg hefi áður haft ástæðu til að benda á, að hv. Íhaldsflokkur er ekki svo samkvæmur stefnu sinni sem skyldi um þær hliðar á íhaldinu, sem telja má alment til betri hliða þess.