26.03.1925
Efri deild: 39. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í C-deild Alþingistíðinda. (2271)

17. mál, kvennaskólinn í Reykjavík

Frsm. meirihl. (Jónas Jónsson):

Hæstv. forsrh. hefir verið að gefa það í skyn, að fyrir oss í meirihl. vaki það, að leggja kvennaskólann niður. Auðvitað er slíkur framsláttur ekkert annað en skáldskapur. Við höfum þvert á móti látið í ljós, að við teldum þörf á að styrkja skólann, með því að veita fje til eins fasts kennara Að vísu hefi jeg gert ráð fyrir, að skólanum yrði breytt í húsmæðraskóla með tímanum. En það er alt annað en að leggja skólann niður.