22.04.1925
Efri deild: 58. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í D-deild Alþingistíðinda. (3331)

101. mál, sveitarstjórnar, bæjarstjórnar- og fátækralöggjöf

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg bjóst ekki við því að þurfa að taka til máls, enda skulu það aðeins verða örfá orð. Mjer finst eftir þessari ræðu hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ), að það eigi að fara að greiða atkv. um einskonar traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar, en út frá þeim forsendum hlýt jeg að greiða atkv. á móti því, að málinu verði vísað til hennar. Jeg vildi aðeins gera þessa grein fyrir mínu atkv.