08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í D-deild Alþingistíðinda. (3378)

117. mál, brúargerð á Hvítá í Borgarfirði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er ekki nýtt, að hv. þm. Str. (TrÞ) ætli að fara að kenna mjer lög. En hann er of ófróður í lögum til þess að taka að sjer kenslu í þeim, og sýndi hann það átakanlegast í ræðu sinni áðan. Jeg þykist hafa numið dálítið í lögum, og að minsta kosti veit jeg það, að sá, sem fyrir sök er hafður, á rjett á að finna að vitnum, ef honum finst þau ekki vitnisbær. Þetta var það, sem jeg gerði, og það hefði hv. þm. (TrÞ) átt að skilja.