01.05.1925
Efri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í D-deild Alþingistíðinda. (3397)

121. mál, samgöngubætur milli Reykjavíkur og Suðurláglendisins

Forsætisráðherra (JM):

Mjer hefir ekki dottið í hug að rœða þetta mál við hv. 5. landsk. (JJ). Jeg vildi aðeins láta í ljós, að mjer þykir merkilegt, að jeg skuli ekki fá að vera í friði fyrir hv. 5. landsk. í þessu máli. Jeg skil ekki, hvaða ástæðu hann sjer til þess að ráðast á mig út af þessu, þegar hæstv. atvrh. (MG) hefir svarað fyrir stjórnarinnar hönd og hv. þm. (JJ) telur sig ánægðan með svarið. (JJ: þeir, sem sofa, þurfa að vakna. Jeg tel framkomu hv. þm. blátt áfram ósiðlega. Jeg þykist ekki þurfa að svara honum neinu um áhuga minn í þessu máli. Hjer kemur bara fram þessi leiða tilhneiging hv. 5. landsk., að blaðra um öll mál, hvort sem ástæða er til eða ekki. Mjer þykir leiðinlegt að þurfa að kýta við þennan hv. þm. (JJ) að ástæðulausu. Jeg skal aðeins taka það fram, að jeg hygg, að enginn annar þm. hafi sýnt meiri áhuga á járnbrautarmálinu en jeg.