24.03.1925
Neðri deild: 41. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í B-deild Alþingistíðinda. (35)

1. mál, fjárlög 1926

Atvinnumálaráðherra (MG):

Aðeins örfá orð út af síðustu ræðu háttv. þm. Str. (TrÞ).

Hann var að vitna í sem fordæmi fyrir Krossanestillögu sinni tillögur, sem fluttar voru á þinginu 1911 bæði í efri og neðri deild. Sjerstaklega var hann að vitna í tillöguna, sem flutt var í Ed., og vildi láta heita svo, að hún væri hliðstæð tillögu hans. En í þeirri till. er beint sagt: „Efri deild ályktar að skipa nefnd til þess að athuga gerðir stjórnarinnar“. Þetta sýnir, að tillaga sú, sem hv. þm. Str. (TrÞ) vitnar hjer í til samanburðar við sína tillögu í Krossanesmálinu. er beinlínis tillaga inn rannsókn á þáverandi stjórn, og sýnir þetta lærlega óheilindi hv. þm. (TrÞ). Því að hann hefir jafnan haldið því fram, að Krossanestillaga hans væri ekki tillaga um rannsókn á stjórnina. En nú hefir hann komið upp um sig, og harma jeg ekki, þótt hann kæmi þar upp sannleikanum í fljótfærni sinni.