20.02.1925
Efri deild: 10. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í B-deild Alþingistíðinda. (363)

5. mál, skiptimynt

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þar sem hæstv fjrh. (JÞ) er fjarstaddur í dag sökum lasleika, getur hann ekki haft orð fyrir frv. þessu, enda býst jeg ekki við, að það gefi mikið tilefni til umræðna. Eins og kunnugt er, er myntsambandi Norðurlanda slitið, og verður því hvert ríki að ákveða sjálft sína skiftimynt, og þá auðvitað hið íslenska ríki einnig, og þetta frv. hefir að geyma ákvæði, er þetta mál snerta. Þess skal getið, að leitað hefir verið upplýsinga hjá konunglegu myntsláttunni í Kaupmannahöfn, og hafa tillögur hennar verið teknar til greina í frv. Jeg býst við, að þetta mál hafi greiðan gang í hv. deild, og fer því ekki um það fleiri orðum. Þó má geta þess, að dálitlar breytingar hafa verið gerðar á frv., sbr. þskj. 46, og með þeim breytingum er frv. flutt hjer. Málinu var vísað til allshn. í Nd., og vænti jeg, að svo verði og hjer gert.