09.03.1925
Neðri deild: 29. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

86. mál, Landhelgissjóður

Jón Baldvinsson:

Jeg býst við að greiða atkvæði með frv. þessu, en af því svo er, vil jeg ekki láta ómótmælt þeirri samlíking háttv. þm. Dala. (BJ), að bera saman nauðsyn þá, sem á því er að verja landhelgina, og að fá ríkislögreglu á landi. Þetta er svo mikil fjarstæða, að hvorki hann eða aðrir háttv. þm., sem tekið hafa sjer það fyrir hendur að verja ríkislögregluna, hafa ennþá komið með neitt, sem sannar í neinu nauðsyn hennar. Hvað þá heldur, að nauðsyn hennar væri sambærileg þeirri miklu þörf, sem á því er að verja landhelgina fyrir útlendum lögbrjótum. Annars veit jeg ekki betur en lögreglan hjer hafi altaf haft í fullu trje við útlendinga þá, sem hingað hafa komið á útlendum flutningaskipum.

Jeg vildi aðeins segja þetta, til þess að því yrði ekki slegið föstu, að sama nauðsyn væri á að fá ríkislögreglu á landi og að verja landhelgina.