12.02.1925
Neðri deild: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (613)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vona, að þetta litla frv. geti gengið til nefndar umræðulítið. Það virðist liggja í augum uppi, hversu óheppilegt það er að láta endalykt slíkrar löggjafar, sem hjer um ræðir, vera undir því komna, hvort gengi á sterlingspundi er skráð einn góðan veðurdag á 25 kr. eða þar fyrir neðan. Það er sýnilega miklu rjettara að láta lög þessi gilda, þar til þau verða afnumin á venjulegan hátt, með nýrri lagasetningu.