18.03.1925
Efri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1382 í B-deild Alþingistíðinda. (659)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Fjármálaráðherra (JÞ):

Hv. 5. landsk. sagði, að jeg hefði fallið frá að útskýra, hvers vegna halda yrði gengisviðaukanum. Jeg geri það ekki nú, af því að jeg gerði það við 2. umr. Jeg verð að vísa þm. á að lesa ræðu mína um þetta í lestrarsalnum eða í þingtíðindunum. Jeg sje ekki ástœðu til að endurtaka hana.

Af öðru vil jeg aðeins leiðrjetta, að landsverslun hefir ekki greitt útsvar eftir lögum, sem gengu í gildi í fyrra, heldur eftir lögum, sem giltu áður.

Um togarana fæ jeg tækifæri til að tala síðar.