12.03.1925
Neðri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (700)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að spyrja hæstv. atvrh. um tilhögun þessa starfs áður, þegar fiskifulltrúinn var á Spáni. Það er sagt, að þær skýrslur, sem hann sendi heim, hafi verið vendilega grafnar. Vil jeg leyfa mjer að spyrja, hvort meiningin er að halda því fyrirkomulagi áfram. Ef svo á að vera, skilst mjer, að þetta muni verða fulltrúi fárra manna, en ekki landsmanna í heild. Af því að þetta hefir komið fram m. a. á fiskiþinginu, finst mjer rjett að gefa hæstv. atvrh. ástæðu til að svara því. Annars finst mjer hæpið, að rjett sje að lögfesta þetta embætti, þar sem svo mikill sparnaðarandi ríkir, og það ekki síst hjá íhaldsliðinu. Og þó eru víst fleiri embætti, sem sá flokkur vill gjarnan fá lögfest. Rjettara held jeg væri að veita fje í fjárlögunum til þessa starfs, án þess að stofna lögfast embætti.