16.04.1925
Neðri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1483 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Tryggvi Þórhallsson:

Það var góð upplýsing þetta síðasta hjá hæstv. fjrh. (JÞ), að mjer væri heimilt að gera brtt. við þetta frv. Af hœstv. fjrh. (JÞ) treystir sjer ekki til þess að bera þetta. fram, skal jeg taka til athugunar, hvort ekki er hægt, að láta fjárlögin fá rjetta mynd.

Hœstv. atvrh. (MG) gat þess hjer áðan, að þessu frv. lœgi mjög mikið á, af því að maðurinn þyrfti að fara sem fyrst. Nú segir hann, að ekki sje hægt að gera samningana fyr en einhverntíma. Jeg segi: Þetta er viljaleysi hjá hœstv. stjórn. Hún vill fela, hve miklum peningum hún eyðir í þetta starf.