27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1662 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er rjett, að jeg gleymdi að svara þeirri fyrirspurn hv. þm. Str., er hv. 3. þm. Reykv. nú mintist á. Svar mitt er á þá leið, að ef frv. verður samþ., þá verður farið eftir því að öllu leyti. En verði það ekki samþykt, þá skoða jeg það svo, sem hið umspurða atriði sje á valdi stjórnarinnar, nema Alþingi láti uppi annan vilja þar um. Er það meðal annars af þessari ástæðu, að jeg legg áherslu á það, að frv. nái fram að ganga.

Það hafa nú þrjár stjórnir í röð lagt frv. þetta fyrir Alþingi, og þess vegna vona jeg, að nú verði ekki mikill ágreiningur um það, þar sem svo margir hafa bundið sig við ákvæði þess.