27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1663 í B-deild Alþingistíðinda. (874)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg þakka hæstv. atvrh. fyrir svör hans um það, hverjir hafi sótt um sjerleyfi þessi, og að hæstv. stjórn hafi svarað því, að leyfið muni veitt, ef saman gangi samningar að öðru leyti. En hinu hefir hann ekki svarað, hvað muni gert, ef umsækjendur vilja ekki ganga að fyrstu kostum. (Atvrh. MG: Jeg hefi svarað því). Það kom og ekki ljóst fram hjá hæstv. atvrh., hvort virkja eigi meira en 25 þús. hestöfl. En samkvæmt 7. gr. þarf samþykki Alþingis til þess, ef virkjunin fer fram úr 25 þús. hestöflum. Og jeg legg áherslu á það, að Alþingi megi reiða sig á það, að ekki verði stofnað til stórvirkjunar án þess að það leggi álit sitt á það mál, og að ekki verði gengið fram hjá því í öðru eins stórmáli.