07.05.1925
Efri deild: 70. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (910)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg hefi ekki viljað gefa neitt tilefni til þess, að farið væri út í hinar gömlu deilur um eignarrjettinn yfir vatninu. Tel jeg það spursmál útkljáð með vatnalögunum. Verði því ágreiningur þar um, er dómstólanna að úrskurða.

Frv. er lagt fyrir nú með sama orðalagi og áður, og ef þar er um tepruskap í orðalagi að ræða, eiga fyrv. atvinnumálaráðherrar (Kl. Jónsson og Pjetur Jónsson) sök á því. Hv. 5. landsk. (JJ) hefir því hjer vegið í annan knjerunn en hann ætlaði.