08.05.1925
Efri deild: 71. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

30. mál, laun embættismanna

Ingvar Pálmason:

Vegna þess að hv. frsm. (JJ) er ekki viðstaddur, þykir mjer rjett að láta örfá orð fylgja brtt. nefndarinnar á þskj. 471.

Nefndin er sammála um að leggja til, að frv. verði samþykt, en vill gera þá smávægilegu breytingu á því, að prestar, sem ekki er skylt að búa í kaupstað, fái launauppbótar, í stað 5/6, eins og nú er í frv.

Nefndin gat ekki. fallist á, að rjett væri að svifta þessa presta meira en 1/6 uppbótarinnar.

Að vísu má vel vera, að dýrara sje að lifa í kaupstað en í sveit yfirleitt, en þá ber þess að gæta, að aukatekjur presta eru að jafnaði minni í sveitum en í kaup stöðum, svo kaupstaðaprestar fá þar upp bót umfram sveitapresta.

Enda þótt ef til vill megi segja, að margir eldri sveitaprestar sjeu sæmilega efnum búnir, er ekki rjett að horfa eingöngu á þá hlið málsins. Ungir prestar, sem setjast að í sveit að nýloknu embættisprófi, eru síst betur settir en þeir, sem í kauptúnum búa. En jeg þykist vita, að enginn hv. þm. vilji stuðla að því, að prestar sæki yfirleitt síður um brauð í sveit en sjávarþorpi. Þess vegna er brtt. rjettmæt, og vænti jeg þess, að hv. deild fallist á hana.

Þó það leiði af samþykt brtt., að frv. þurfi að ganga til hv. Nd. aftur, ætti það ekki að koma að sök, því enn er nægur tími til stefnu.